Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svínakjöt og aðrar bábiljur

Stundum finnst manni sjálfskipaðir siðgæðispostular, eins og þessi danski, hafa meiri áhyggjur af smámunum heldur en kjarna málsins. Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af því að færri trúi á guð í dag en gerðu fyrir nokkrum áratugum heldur en einhverjum fígúrum á jólatrénu.

Trúarbrögð hafa gert mörgum gott sem hafa átt við erfiðleika að etja og um sárt að binda og með trúarbrögðum hefur verið hægt að kenna fólki ýmislegt sem það hefði ekki látið annað fólk segja sér, eins og t.d. að þrífa sig og borða ekki svínakjöt sem gat verið hættulegt hér áður fyrr. Slíkar reglur virðast lifa ótrúlega lengi. Þrifnaður er ennþá góður og nauðsynlegur en bann við svínakjötsáti á ekki lengur við; er bara bull. Samt viðgengst það enn í dag.

Það hættulega við trúarbrögð er þegar fólk fer að telja sig útvalið á grundvelli trúarinnar og jafnvel troða sinni trú upp á aðra sem ekki vilja með hana hafa. Það telja margir sig iðka hina einu réttu trú en hver hefur rétt fyrir sér? Ætli Íslendingar brenni í helvíti vegna svínakjötsáts? Nú eða fyrir að éta kýr? Ætli hindúar fari til helvítis fyrir að tilbiðja kýr í stað hins eina sanna guðs? Hafa þessar symbólísku athafnir meira virði en almenn manngæska og siðgæði? Eru trúarbrögð ekki einmitt til að stuðla að því að fólk lifi í sátt og samlyndi og eftir sömu reglum?


mbl.is Vill banna jólasveina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

pax pacis

Höfundur

Pax pacis
Pax pacis
Áhugamaður um lýðræði, gegnsæi, jafnræði og stjórnmála- og viðskiptalegt siðgæði.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband