Feluleikur

Það er spurning hvort Geir og Ingibjörg séu þeir leiðtogar séu þeir leiðtogar sem Claus talar um. Mér finnst þau persónulega vanta þá auðmýkt sem þau þurfa að hafa til að njóta trausts. Ég get alveg verið sammála mörgum sem gagnrýnt hafa ákall um kosningar að því leyti að betra væri að hér væri við völd stjórn sem þjóðin treysti. Það er hins vegar ekki sú sem nú situr og hræðist breytingar, hvort sem það er í Seðlabanka eða eigin röðum, nú eða í bönkunum.

Geir tjáði sig um þau mál um daginn og sagði að skipt hefði verið um stjórn í bönkunum; jú, það er vissulega rétt að skipt hefur verið um bankastjórnina og bankastjóra, en að mínu mati hefði þurft að ganga lengra og skipta út fleiri yfirmönnum, a.m.k. öllum sviðsstjórum til að tryggja breytta starfshætti þar, svo ekki sé talað um að takmarka möguleika á spillingu rannsóknargagna í sakamálum. Ég er ekki í vafa um að hægt hefði verið að finna hæft fólk til þeirra starfa, innan bankanna sem utan.

Og af hverju er ríkisstjórnin í þessum feluleik? Af hverju er allt hulið einhverjum leyndardómshjúp? Af hverju mega ekki fleiri innan þings sem utan koma að málum? Er það til þess fallið að skapa traust? Nei, ég held að ef ríkisstjórnin sýnir ekki þann dug og þor að hætta þessum pólitísku leikjum við Davíð Oddson og setur hann af, ásamt öðrum bankastjórum Seðlabanka, Seðlabankaráði, Fjármálaeftirliti og öðrum sem ekki eru yfir allan vafa hafinn hjá þjóðinni og umheiminum, þá munu þau ekki ávinna sér það traust sem Claus segir að við þurfum að bera til leiðtoga okkar.

Ég var stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar en á meðan allt er óbreytt í stjórnsýslu landsins eftir slíkt áfall sem á okkur hefur dunið, þá læðist að manni sá grunur að þar sé eitthvað sem ekki þoli dagsins ljós. Vilji þau sýna að þau séu traustsins verð, þá þurfa þau að hleypa fleirum að til að votta að það sé ekki óhreint mjöl í pokahorninu.

Þá getum við kannski farið að tala um traust.


mbl.is Íslendingar einblína á vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

pax pacis

Höfundur

Pax pacis
Pax pacis
Áhugamaður um lýðræði, gegnsæi, jafnræði og stjórnmála- og viðskiptalegt siðgæði.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband