1.12.2008 | 09:43
Fyndið ...
... að Ögmundur vilji allt í einu kjósa um þetta núna !
Þetta er það sem margir hafa beðið eftir í fjölda ára, að fá að kjósa um Evrópusambandsaðild í stað þess að láta misvitra og misgeðveika stjórnmálamenn ákveða fyrir okkur hvað sé á dagskrá og hvað ekki.
Nú er málið allt í einu komið á dagskrá og þá finnst honum í lagi að kjósa!?! Af hverju kom hann ekki með þennan málflutning á meðan Einræðisherrann á Svörtuloftum var við völd? Var það vegna þess að Ögmundur var þá sammála téðum einræðisherra?
Ég er annars ekkert sannfærður um Evrópusambandsaðild. Ég vil vita hvað verður um yfirráð yfir sjávarauðlindunum, sérstaklega það hver ákveður magn það sem veitt verður í íslenskri lögsögu. Einnig hvað verður um olíuna á Drekasvæðinu ef einhver finnst.
En til þess að ég geti gert upp hug minn þarf opna umræðu án tilskipana ofan frá hvað megi ræða og hvað ekki.
Vill kjósa um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
pax pacis
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó ég sé sammála þér að það þarf opna umræðu með upplýsingum um skilyrði ESB, s.s. fiskilögsögu þá held ég að ástæða þess að Ögmundur segir þetta núna er frekar afþví Samfylkingin, annar helmingur ríkisstjórnarinnar virðist ófær um að gera neitt annað en að öskra "ESB ESB ESB" eins og staðan er í dag og það er byrjað að trufla þingstörf og hraða ákvarðanna hjá ríkisstjórninni.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 10:40
Mér finnst þetta ekki fyndið, heldur eðlileg viðbrögð við einsleitri umræðu og óþarfi að spyrða Ögmund við Davíð í þeim efnum.
Er alveg sammála þér um opna umræðu og skrifaði einmitt blogg fyrir hálfum mánuði um "Maastricht á mannamáli". Spurning um hlutlausar upplýsingar og að treysta dómgreind almennings.
Haraldur Hansson, 1.12.2008 kl. 10:43
Gunnar: Heldurðu virkilega ástæðan fyrir því sé hraði ákvarðanataka ríkisstjórnarinnar, frekar en barátta gegn inngöngu í ESB sem er yfirlýst stefna Ögmundar?
Haraldur: Það var nú eiginlega kaldhæðni hjá mér að segja að þetta sé fyndið. Mér finnst þetta öðru fremur sorglegt að menn kjósi að halda sér saman þegar skoðanakúgun er viðhöfð bara vegna þess að maður er sammála kúgaranum. Hvar er lýðræðisástin þá??
Það hefur verið yfirlýst stefna Evrópusinna að þjóðin skuli kjósa um málið og ég held að það hafi ekki breyst. Af hverju mátti ekki gera það einhvern tímann á s.l. 10 árum? Af hverju þurfti að bíða með það þangað til við vorum komin á vonarvöl?
Það má ekki skilja þetta sem einhverja andúð mína á Ögmundi. Ég er sammála sumu sem hann segir, öðru ekki. En mér finnst þessi bæling á eðlilegum skoðanaskiptum, sem hefur viðgengist s.l. 10-15 ár, þjóðinni til háborinnar skammar, sérstaklega Sjálfstæðismönnum, og VG hefur ekki mótmælt þeirri bælingu.
Þessar "einsleitu raddir" hafa hljómað í yfir áratug. Af hverju skyldi Ögmundur allt í einu kjósa að bregðast við þeim núna með kröfum um kosningar? Er það kannski vegna þess að hann sér nú að síðasta hindrunin fyrir ESB aðild, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn, er að falla? Nú fáum við vonandi að mynda okkur skoðanir á Evrópusambandinu, byggðar á staðreyndum og hlutlægu mati sérfræðinga í stað pólitísks þrass og upphrópana.
Pax pacis, 1.12.2008 kl. 12:14
Ég sé á bloggfærslu þinni, Haraldur, um "Maastrict á mannamáli", að við erum á sama máli, en mér finnst þó skrýtið að þessi krafa Ögmundar hafi ekki komið mörgum árum fyrr. Þess vegna held ég að hún sé ekki bara viðbrögð við einsleitri umræðu.
Pax pacis, 1.12.2008 kl. 12:30
Ég held að það sé öllum Íslendingum allavega til góðs að koma ESB out of the way. Það hefur verið trú Ögmunds og margra annara að við munum ekki fá hagstæða niðurstöðu úr inngöngu í ESB(og sjálfur efast ég um að það hafi ekki farið eitthvað þukl um þau mál fram hver skilyrðin eru, án þess að það fari í fjölmiðla) svo afhverju ætti Ögmundur eða einhver annar að berjast fyrir málefni sem hann er ósammála um? Það er okkar að kjósa rétta fólkið sem berst fyrir þeim, í þessu tilfelli helst Samfylkinguna.
Ef ég væri á móti ESB og hefði kosið VG sem væri með sameinaða stefnu gegn ESB þá væri ég ekki par sáttur ef Ögmundur færi allt í einu að berjast gegn sínum eigin flokki um að koma okkur í ESB, það er þeirra að gera sem eru með inngöngu í ESB í stefnumálum sínum.
Gunnar (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:31
Gunnar, ég sagði ekki að hann hefði átt að berjast fyrir inngöngu í Evrópusambandið, heldur berjast gegn Davíð Oddssyni, gegn skoðanakúgun og fyrir opnu upplýsingaflæði um málefni, líka þau málefni sem maður er á móti.
Ég er t.d. á móti kvótakerfinu í núverandi mynd, en ef einhver reyndi að banna jákvæða umræðu um kvótakerfið þá myndi ég mótmæla því, sérstaklega ef ég hefði þá stöðu sem þingmaður hefur í þjóðfélaginu. Hlutverk stjórnmálamanna er, að mínu mati, stuðla að lifandi umræðu í þjóðfélaginu um öll mikilvæg málefni, óháð því hver skoðun þeirra er.
Pax pacis, 1.12.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.