1.12.2008 | 11:27
Að komast undan á tæknigalla
Voðalega er það oft sem menn komast hjá refsingu vegna tæknigalla eða vegna þess að liggi ekki fyrir pottþétt sönnunargögn þótt allar líkur sé á að menn séu sekir.
Auðvitað þurfa lögreglan og ákæruvaldið að vinna vinnuna sína svo saklausir menn séu ekki dæmdir sekir, sem er jú auðvitað verra en að dæma engan, en manni virðist þó sem dómarar séu stundum uppteknari af lagatæknilegum atriðum en sannleika málsins.
Hefði ekki verið hægt að vísa málinu aftur til ákæruvaldsins til úrbóta, fella málskostnað á ríkissjóð og taka málið aftur fyrir eftir yfirheyrslur á sendlinum og vaktstjóranum?
Í ljósi þess að heima hjá manninum fundust áætlanir um peningafölsun, þá finnst mér fásinna að ætla að sendillinn eða vaktstjórinn hafi verið að reyna að koma sök á hinn ákærða, enda sé ég ekki hvaða hagsmuni þeir ættu að hafa af því.
Sýknaður af ákæru fyrir peningafölsun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Um bloggið
pax pacis
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sem sammála því að "tæknigallar" eru of algengir. Við verðum þó að líta til þess að akærði skal njóta vafans því það er betra að sekur fari frjáls en saklaust sitji inni.
Þó svo að vit sé í því hjá þér að fásinna sé að ætla sendlinum og vaktstjóranum að reyna koma sök á ákærða þá megum við ekki líta fram hjá því að það er þó gerlegt ef viljin er fyrir hendi. Því ber að túlka ákærða í hag.
Guðmundur Zebitz, 1.12.2008 kl. 13:06
En hefði ekki verið eðlilegra að láta ákæruvaldið bæta úr þessum ágöllum í stað þess að sýkna manninn? Hvað ef málið hefði verið rekið fyrir Hæstarétti, hefði maðurinn þá átt að vera frjáls ferða sinna án möguleika á frekari málsmeðferð?
Pax pacis, 1.12.2008 kl. 13:19
"þá finnst mér fásinna að ætla að sendillinn eða vaktstjórinn hafi verið að reyna að koma sök á hinn ákærða"
Það er einmitt málið að lögreglan talað aldrei við sendilinn sem tók við peningunum. Erfitt að byggja málsókn á vitnisburði þriðja aðila sem kemur málinu í sjálfu sér ekkert við.
Klúður hjá löggunni sem hefur ekki nennt að rannsaka málið.
Karma (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 14:05
Ég trúi því bara ekki að 2 Pizzur og kók kosti orðið rúmar 6000 kall. Hvað er eginlega á þessum flatbökum?? Amfetamín??
Mannsi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 05:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.